Air er svo ógeðslega flott hljómsveit. Ég sit núna við tölvuna og er að hlusta á Moon safari sem var gefin út 1998. Þetta er án efa ein allra fallegasta plata sem gefin hefur verið út, það hljómar einhvern veginn enginn annar svona. Bæði ferskt og skemmtilegt.
Ef að ég ætti samt að líka Air við einhvern þá væri það eiginlega The doors, þið megið vera ósammála.. þetta er líka bara mín skoðun. Ég held bara að ef að Doors hefði verið í essinu sínu á okkar tíma, þá myndu þeir hljóma líkt Air.. Prófiði að hlusta og taka söngin bara út því að hann er ekkert doors-legur, einbeitið ykkur bara að tónlistinni.. þá finnst mér vera stórmiklar doors pælingar í þessu.
Allavega uppáhalds lagið mitt á Moon safari er líklega lag númer sjö, You Make It Easy. Svo ótrúlega einlægt og fallegt lag.. ekkert smá vel sungið og kemur mér alltaf í rétta skapið. Söng mellódían er alveg að fara með mig, þetta er svo geðveikt flott.. “dán tán, vei upp in þí er” :P tíhí.. Mig langar bara að kúra endalaust í paradís þegar að ég hlusta á þetta..
Leiðinlegasta lagið á disknum finnst mér lag númer 2, sexy boy. Það hefði alveg mátt sleppa því lagi. En það eru flestir ósammála mér í því, þetta lag var líka ásamt all I need, vinsælustu lögin. All I need finnst mér samt mjööög flott og það er í miklu uppáhaldi hjá mér.
You Make It Easy
“ Never been here - How about you ? ”
You smile at my answer,
You've given me the chance,
To be held and understood.
You leave me laughing without crying,
There's no use denying,
For many times I've tried,
Love has never felt as good.
Be it downtown or way up in the air,
When your heart's pounding,
You know that I'm aware.
You make it easy to watch the world with love,
You make it easy to let the past be done,
You make it easy.
How'd you do it ? How'd you find me ?
How did I find you ?
How can this be true ?
To be held and understood.
Keep it coming - no one's running
The lesson I'm learning
'Cause blessings are deserved
By the trust that always could
Be it downtown or way up in the air,
When your heart's pounding,
You know that I'm aware.
You make it easy to watch the world with love,
You make it easy to let the past be done,
You make it easy.
You make it easy to watch the world with love,
You make it easy to let the past be done,
You make it easy.
En svo að ég bulli nú ekki bara í þessari grein og segi loksins eitthvað sem að ykkur gæti þótt áhugavert.. þá skal ég segja aðeins frá hljómsveitinni.
“I think our music is a dreamful music…our tracks are like dreams, we want to escape from reality.“ Segir hljómborðsleikari sveitarinnar Jean Benoit Dunckel. En hljómsveitina skipta bara tveir guttar.. hann og svo Nicolas Godin.. báðir fæddir í Versailles í Frakklandi. Þeir komu fyrst fram á sjónasviðið árið 1995 .. með lagið SourceLab á einhverju safndisk minnir mig…
Godin og Dunckel kynntust í framhaldskóla þegar að þeir enduðu á því að spila saman í indí rokk hljómsveit sem kallaðist Orange.. Eftir að þeir útskrifuðust langaði Godin að öðlast fræg og frama sem arkitekt og Dunkel var allur í stærðfræðinni.. semsagt báðir með mikinn metnað.
Þeir héldu samt áfram í tónlistinni og þeir hittu einhvern gamlan sameiginlegan vin …og hann var einmitt einhver útsendari frá Source Records, hann stakk upp á því að þeir ynnu saman að smáskífu.. (eða þúst ég veit ekki nóg um þetta..endilega kommentið á þetta ef að þið vitið meira..) Singúllinn “Modular Mix” komst á toppinn í bretlandi og opnaði leið þeirra upp á toppinn.. á eftir fylgdu singúlarnir.. ”Casanova 70,“ ”You Make It Easy“ og”Kelly, Watch the Stars."
Eftir að hafa skrifað undir samning við Source/Caroline.. gáfu þeir út sýna fyrstu breiðskífu.. sem var einmitt Moon safari.. (jibbí!!)… Þeir hafa auðvitað gefið út efni eftir þessa plötu.. en það verður að bíða betri tíma að skrifa um það …
kv.dóra ;)