Portishead var stofnuð í Bristol, Englandi 1991 og var eitt af fyrstu böndunum til þess að gera trip-hop vinsælt. Fyrsta platan þeirra, Dummy kom þeim algjörlega á kortið og gerði triphopið mjög vinsælt meðal breskra hlustenda og varð seinna meir mjög vinsælt í Bandaríkjunum.
Stofnandi bandsins hann Geoff Barrow skírði hljómsveitina eftir heimabæ sínum, eða semsagt sko bænum sem hann ólst upp í :) Áður en Barrow stofnaði bandið þá var hann að reyna sem best hann gat til þess að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Hann vann sem svona “remixer” og vann með listamönnum eins og Primal Scream, Paul Weller og Depeche Mode, og hann hafði líka pródúserað lög fyrir Tricky og samið lög fyrir Neneh Cherry.
Allavega, hann stofnaði allavega hljómsveitina með sönkonunni Beth Gibbons, gítarleikaranum Adrian Utley og trommaranum Dave MacDonald. Fyrsta verkefni hljómsveitarinnar var ekki platan NEI! það var stutt mynd að nafni To Kill A Dead Man. Barrow og Beth skrifuðu og léku í myndinni og Portishead sá auðvitað um tónlistina. Verkefnið náði athygli frá nokkrum plötufyrirtækjum, meðal annars frá Go! Og þau fengu samning þar, en aðalvega vegna hæfileika Barrow´s sem “remixer”.
Fyrsta plata Portishead fyrir Go var Dymmy og kom út árið 1994. Kynning á plötunni var hinsvegar stórt vandamál fyrir plötufyrirtækið vegna þess að bæði Barrow og Gibbons neituðu að fara í viðtöl og vildu heldur ekki túra. Go komu þá með frábæra hugmynd, brúðum (dummies) voru dreyft um London (líkt eins og sigur rós gerðu fyrir sinn disk núna.. teiknuðu myndir á veggi um borgina) Og svo fengu myndböndin þeirra Glory Box og Sour Times líka mikið lof frá gagnrýnendum.. Og Dummy komst á fullt “album of the year list”.
Platan var mikill sigur þannig séð því að hún fékk held ég bara enga spilun í útvarpi t.d. komst Glory Box í 13 sæti á vinsældarlista einhverstaðar.. án allrar útvarpsspilunar. En í Bandaríkjunum var Sour Times spilað á MTV og þar seldist líka platan í um 150.000 eintökum.. þó að það væru engin tónleikar eða neitt svoleiðis.. mér finnst það sýna bara hvað Dummy er ógeðslega góð plata. Svo vann hún Mercury Music Prize fyrir bestu ensku plötuna.. en þessi verðlaun eru víst mjög virt.
Portishead voru orðin mjög vinsæl og byrjuðu að búa til efni fyrir næstu plötu. Hljómsveitin hætti næstum því fyrir plötuna Portihead sem kom út í september 1997 vegna þess að Barrow var með svo mikla fullkomnunnaráráttu, hann var aldrei ánægður með útkomu plötunnar og neitaði bara að gefa hana út. En hann lét augljóslega undan í lokin. Þó að sú plata fengi ekki jafn mikið lof þá var þetta ekki talið sem einhverskonar skref aftur á bak. En bandið fór hinsvegar á túr til þess að kynna þessa plötu, þau spiluðu allstaðar um evrópu og svo bandaríkjunum.
Þau hafa líka gefið út remix plötu að nafni Glory Times.. og svo live plötu sem tekin er upp af tónleikum í New York 1998 og er ógeðslega geðveikislega góð og flott.. og ég ætla að fá mér þetta á dvd.. :P