Búdrýgindi er að mínu mati ein besta rokkhljómsveitin.
Hljómsveitin Búdrýgindi var fyrst stofnuð sem rapphljómsveit árið 1998 og voru meðlimirnir þá 3. Hljómsveitin fór í u.þ.b árs hlé en byrjaði aftur sem rokkhljómsveit. Miklar breytingar urðu á bandinu, söngvarinn Valli og hljómborðsleikarinn Jói hættu en í staðinn kom DJ-inn og gítarleikarinn Þráinn inn í bandið.
Og inniheldur bandið eftirfarnandi meðlimi:
Maggi - söngur, Benni - gítar og söngur, Viktor - bassi og söngur, Axel - trommur, hljómborð og söngur og Þráinn - gítar og DJ.
Búdrýgindi unnu Músíktilraunir Tónabæjar árið 2002 og kom það að ég held mörgum á óvart, en tveimur árum áður hafði hljómsveitin fengið nafnbótina Bjartasta vonin í sömu keppni.
Búdrýgindi gaf út plötuna Kúbakóla fyrir síðustu jól og fékk hún frábæra dóma, að mínu mati er þetta ein ferskasta rokkplata sem kom út á síðasta ári.
Platan inniheldur 11 góð lög en það sem einkennir lögin er mjög undarlegur texti sem passar stundum ekkert saman.
Lögin eru:

1. Sigga-la-fó
2. Gangsta man
3. Spilling
4. Spilafíkill
5. Krabadjús á Kanarí
6. Snobbuð kelling
7. Buffuð bein í bernesósu
8. Krókódíla kúrbítur
9. Uppþornaður fíkill
10.Íslenskt indjánapönk
11.Uxabit