Já, ég fór á tónleikana og mér fannst þér alveg frábærir!
Ég verð að viðurkenna að ég hélt ekkert sérlega mikið upp á Coldplay áður en ég fór á tónleikana en núna finnst mér þeir frábærir. Ég var varla spennt fyrir tónleikana en gat ekki setið kyrr eftir þá.
Þetta eru ótrúlega hæfileikaríkir tónlistarmenn og þess vegna er rosalega gaman að horfa á þá live. Líka skemmtilegt að sjá að það var alltaf stutt í bros hjá þeim, eins og þegar hann klúðraði þarna byrjun á einu laginu, það var mjög fyndið :)
Og alveg frábært að sjá Sigur Rósar taktana hans, alveg ótrúlega skemmtilegt :)
Þessir tónleikar fá fimm jólastjörnur frá mér, fyrir bæði frábæra tónlist og skemmtun.
Ash fannst mér ekki jafn skemmtileg, mér fannst söngvarinn vera skemmtilegur á sviðinu, trommuleikarinn var bara þarna fyrir aftan og maður bjóst ekkert endilega við eitthvað skemmtilegri sviðframkomu hjá honum. Bassaleikarinn er svo asnalegur og gúffí að það er gaman að sjá hann á sviði.. en mér fannst stelpan ekkert vera skemmtileg á sviðinu.. ógeðslega föst í því að vera með hárið allt í andlitinu og halda ímynd sinni sem rokkari. En það kom mér rosalega á óvart hvað Ash eiga mikið að hitturum - ég hlusta ekkert á Ash en þekkti samt eitthvað 8 lög af 13 (eða voru þau ekki 13?). Þau náttúrulega keyrðu þetta bara í gegn, spiluðu rosalega þétt.. en það var skemmtilegt… :)
Gef Ash 3 jólastjörnur af 5.. :P
Ég vona að Placebo komi næst í höllina og hljómsveitin Seafood komi með og hiti upp…
Svo væri náttúrulega frábært að fá Led Zeppelin :P
ÉG fer þá bara og læt mig dreyma.. bless bless
–
http://www.1970.blogspot.com – síðan mín jibbí jeij!! :D
Gleðileg jól :D