Góðan daginn eða kvöldið. Titill greinarinar er kaldhæðni bara til að hafa það á hreinu.
Tónlistarstuldur er eitthvað sem er orðin partur að netvæddum nútímanum, napster, kaaza og fleirri shareware forrit hafa auðveldað fólki að ná í stolna tónlist. Margt hefur verið gert í baráttuni við þetta og er til dæmis risinn eins og Napster orðin af ösku og skífan er farin að útiloka tölvuvædda neytendur til að hlusta á tónlist. Skífan varð það róttæk að loka fyrir þann möguleika að spila tónlist í tölvum. Fyrir suma er geilsadiskur eitthvað sem fólki þykir vænt um, vill safna t.d. öllum diskunum með uppáhalds hljómsveitinni sinni og eiga þá órispaða heima hjá sér því flestir diskar sem fara að flakka í bílnum manns rispast og eyðileggjast, þá vill maður skrifa back-up cd og nota hann frekar og geyma orginalinn. En það er ekki hægt vegna þessa að risi eins og Jón Ólafsson og framkvæmdastjóri/stjórar skífunar eru hræddir við tæknina. Tökum dæmi, það er til ákveðin hópur af fólki sem notar eld til að kveikja í húsum. Er þá ekki réttasta forvörnin að selja brennisteinslausar eldsýtur ???? Sama með geisladiska, nú er 21. öldin fjandin hafi það og allir nota tölvu. Ég keypti mér t.d. um daginn Songs for the deaf með QOTSA og fór í tölvunna til að skrifa ritgerð fyrir skólan og ætlaði á hlusta á þennan annars snilldar disk, en nei. Hann virkaði ekki í tölvunni og það neyddi mig til að stela tónlist (sem ég var að vísu búinn að kaupa) Ég fór bara á netið og downloadaði ólöglegu copy af þessum disk á mp3 formi. Ég spyr því, er ekki hægt að fara aðrar leiðir í baráttuni við tónlistarstuld á netinu. Hvort á á ráðast á brennuvargin eða eldfærin ?????