Rokktónlist: Dægurlagatónlist sem kom fram í Bandaríkjunum upp úr 1950, þróaðist úr ryþmablús og sveitatónlist. Upphaflega var rokktónlist taktföst danstónlist þar sem rafmagnsgítarar og uppmagnaður söngur var áberandi, t.d. hjá Elvis Presley. Upp úr 1960 bættust við strengja og blásturshljóðfæri, t.d. hjá Bítlunum, nýjar leiðir voru reyndar í upptökurækni og frá þeim tíma er léttara rokk oft nefnt popp. Upp úr 1970 fóru hljóðgervlar að setja svip á rokk. Ýmis afbrigði hafa komið upp í rokki, t.d. djassrokk, nýbylgjurokk, pönk og þungarokk..


Pönktónlist: tónlistarstefna sem kom fram í Bretlandi og víðar um og eftir 1975. Hrátt, yfirleitt hratt rokk þar sem kunnátta í hljóðfæraleik skiptir óverulegu máli. Pönktextar fela oftar en ekki í sér þjóðfélagsádeilu og flytjendur hennar voru oft snoðaðir og í leðurfötum :P Upphaf pönktónlistar má rekja til tónleika sem breska hljómsveitin Sex Pistols (1975 – 1978) hélt í London. Af öðrum pönk hljómsveitum má nefna Stranglers, The Clash og á Íslandi, Fræbbblana.