Meðlimir:
Valgarður Guðjónsson – söngur, gítar
Stefán Karl Guðjónsson – Trommur
Arnór Snorrason – gítar
Helgi Briem – bassi
Iðunn Magnúsdóttir – söngur
Brynja Arnardóttir – söngur
Kristín Reynsdóttir – söngur


Fræbbblarnir voru stofnaðir árið 1978 í Menntaskólanum í Kópavogi.

Upphaflegir meðlimir voru: Stefán Karl Guðjónsson, Valgarður Guðjónsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Hálfdán Þór Karlsson og Barði Valdimarsson.

Hálfdan og Barði hættu fljótlega og Rikharður H. Friðriksson kom inn sem gítarleikari. Óskar Þórisson söng með í stuttan tíma og Dagný Zöega söng með fyrstu mánuðina og á fyrstu plötunni.
Kristján Gíslason spilaði hálfa hljómleika á trommur sumarið 1979. Sigurgrímur Skúlason æfði með hljómsveitinni sem gítarleikari eftir að Ríkharður hætti sumarið 1979 en Ari Einarsson gerðist gítarleikari um áramótin 1979-80. Hann tók upp á því að handleggsbrotna og var Tryggvi Þór Tryggvason ráðinn í staðinn og spiluðu þeir báðir með í nokkra mánuði þar til Ari hætti.
Um vorið 1980 hætti Þorsteinn á bassa og Steinþór Stefánsson tók við. Á “Viltu nammi væna?” voru Stefán, Valgarður, Steinþór og Tryggvi en auk þeirra voru Bjarni Sigurðsson sem hafði verið ljósameistari Fræbbblanna frá upphafi og Gunnþór Sigurðsson sem sá um græjur orðnir ómissandi hluti af hljómsveitinni.
Arnór Snorrason gekk svo í hljómsveitina í ársbyrjun 1981 og vann Bjór plötuna með Fræbbblunum en hætti um haustið, enda farinn í nám til Noregs. Magnús Stefánsson, trommuleikari Utangarðsmanna, aðstoðaði Stefán fótbrotinn tvisvar á Akureyri og hljóp í skarðið á Borginni í árslok 1981. Mikki Pollock spilaði nokkrum sinnum á gítar á hljómleikum en um haustið 1981 kom Kristinn Steingrímsson í staðinn fyrir Arnór og var með á “Poppþéttar..”. Hjörtur Howser spilaði þar á hljómborð í nokkrum lögum og á nokkrum hljómleikum eftir að platan kom út.
Kristinn og Tryggvi hættu svo um haustið 1982 og var hljómsveitin í rauninni þriggja manna þegar “Warkweld..” var tekin upp - en Tryggvi, Kristinn og Mikki Pollock spiluðu á gítara og Þorsteinn, upphaflegi bassaleikari Fræbbblanna spiliaði á hljómborð í einu laginu.
Veturinn 1982 kom Sigurður inn sem gítarleikari og Snorri æfði sem annar gítarleikari. Þeir spiluðu báðir á síðustu hljómleikum Fræbbblanna í 13 ár, á Borginni í Febrúar 1983.
Þegar safndiskurinn “Viltu bjór væna?” kom út 1996 voru Stefán, Valgarður, Arnór og Tryggvi í hljómsveitinni Glottt ásamt Ellert á bassa - slatti af gömlum Fræbbblalögum var æfður upp og smám saman var Fræbbblanafnið komið aftur á hljómsveitina. Brynja, Iðunn og Kristín komu inn seinna um árið sem bakraddasöngkonur. Sæunn kom öðru hverju inn sem varamaður í bakraddir.
Tryggvi hætti seinni hluta árs 2000 og Ellert í lok ársins en í ársbyrjun kom Helgi Briem í stað Ellerts sem bassaleikari 2001.

Hljómsveitin var skipuð þannig við útgáfur:
- á “False Death” - Valgarður, Stefán, Þorsteinn, Ríkharður, Dagný
- á “Viltu nammi væna?” - Valgarður, Stefán, Steinþór, Tryggvi
- á “Bjór?” - Valgarður, Stefán, Steinþór, Tryggvi, Arnór
- á “Poppþéttar melódíur í rokkréttu samhengi” - Valgarður, Stefán, Steinþór, Tryggvi, Kristinn
- á “Warkweld…” - Valgarður, Stefán, Steinþór
- á “Dásamleg sönnun…” - Valgarður, Stefán, Ellert, Tryggvi, Arnór, Iðunn, Brynja and Kristín
- á “Life's A Gas” - Valgarður, Stefán, Arnór, Helgi, Iðunn, Brynja og Kristín



Valgarður og Iðunn eru hjón :) og þau eiga son að nafni Guðjón (17 ára) sem er einnig byrjaður með sína hljómsveit og kallast hún Palindrome – ef þið hafið áhuga á að sjá þess hljómsveit einhverntíman bráðlega þá ættu þið bara að skella ykkur á Fræbbblatónleika því að þeir hita upp af og til fyrir þá :)


Takk fyrir..