[Operation Gold] Bítlarnir Saga Bítlana eða The Beatles:

Allt hófst þetta árið 1956 í Woolton í Liverpool þegar John Lennon stofnaði hljómsveit sem nefndi sig Quarrymen. Í júní sama ár var Paul McCartney kynntur fyrir hópnum og varð þeim svo vel til vina að hann gekk til liðs við þá á staðnum.
Annars staðar í Liverpool var George Harrison að stofna hljómsveit sem hlaut nafnið Rebels and Ringo. Árið 1958 gekk George Harrison til liðs við Quarrymen og skírðu þeir sig þá Johnny & The Moondogs. Þann 11. september 1962 tóku Bítlarnir upp sína fyrstu smáskífu, Love Me Do / P.S. I Love You. Þá höfðu þeir fengið Ringo Starr til liðs við sig og höfðu enn og aftur breytt nafninu á hljómsveitinni. Í þetta sinn hlaut hún nafnið The Beatles. Smáskífan var gefin út í Bretlandi þann 5. október og komst hún á topp 20 listann.
Eftir að fyrsta smáskífan kom út lá leiðin beint upp á við. Seinni smáskífan, Please Please Me, fór beinustu leið á toppinn. Stuttu síðar kom fyrsta breiðskífan út og lenti hún í fyrsta sæti á vinsældarlistum aðeins mánuði eftir útgáfu hennar. Bítlaæðið var nú í fullum blóma og heimsfrægð blasti við fjórmenningunum. Allt sem Bítlarnir gerðu virtist slá í gegn og voru þeir teknir í goðatölu af mörgum aðdáendum. Bíómyndin A Hard Day's Night kom út og á tímabilinu júní til nóvember 1964 héldu Bítlarnir tónleika í yfir 50 borgum í fjórum heimsálfum. Vaxmyndir af þeim voru settar upp í Madame Tussaud's og fanklúbburinn sló öll met með 50 þúsund meðlimum. Velgengni fyrstu bíómyndarinnar hafði gefið þeim innsýn í heim kvikmyndanna og hófu þeir upptökur á kvikmyndinni Help! Ekki stöðvaði þetta þá í tónlistinni, heldur héldu þeir áfram að gefa út ný lög og klífa vinsældarlistana. júní 1965 veitti Elísabet Bretadrottning þeim “The Most Excellent Order” og lífið lék við þá. Í upphafi ársins 1966 byrjuðu þó að sjást merki um upplausn innan hópsins. Þó að mörg af bestu lögum þeirra væru hljóðrituð á þessum tíma, voru fjórmenningarnir allir farnir að hallast hver í sína áttina. Allir voru þeir farnir að búa og eyða meiri tíma með eiginkonum og unnustum. John Lennon olli á þessu ári miklum usla, þegar hann sagði í viðtali að Bítlarnir væru vinsælli en sjálfur Jesús… Ekki batnaði ástandið við valið á umslaginu utan um amerísku útgáfunna af Yesterday and Tomorrow. Hætt var snarlega við hið “ófræga” slátur-umslag en þó ekki fyrr en hin “fullkomna” ímynd þeirra var í augum margra að eilífu glötuð. Amerískt táningablað birti ummæli Lennons um Jésús í afskræmdri mynd og fjandinn var laus. Útvarpsstöðvar bönnuðu tónlist Bítlanna og má nefna að í Suður-Afríku var banninu ekki aflétt fyrr en eftir að Bítlarnir leystust upp árið 1970. Opinber afsökun Lennons hafði lítið að segja og á tónleikum sem haldnir voru í Memphis Coliseum urðu þeir fyrir aðkasti frá áhorfendum. Þann 29. ágúst héldu Bítlarnir sína síðustu live tónleika. Stuttu síðar var stórverkið Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band gefið út. Þrátt fyrir að nú séu liðin 32 ár síðan Bítlarnir leystust upp, eru þeir enn afar vinsælir og eiga þeir sér stóran og dyggan hóp aðdáenda út um allan heim.


Heimildir:http://this.is/tonlist/bitlarnir1. htm