Það er alltaf skemmtilegra þegar hægt er að greina frá uppruna myndanna, þó þær séu ekki merktar ;)
En kappinn hefur líklegast oltið af hjólinu á einn eða annan hátt þó hann renni eftir brautinni á myndinni… :P Er bara ekki alveg með heitin á þessum atriðum á hreinu, sem gerir leikinn bara skemmtilegri ;)
þú átt eftir að elska MotoGP .. formúla 1 er bara drasl miðað við Motogp :P ..
og það eru 2 tegundir af “crössum” á mótorhjólum …
Lowside og Highside ..
Lowside þá rennur hjólið undan þér .. oftast með að missa framendan
Highside er þegar afturendinn missir grip og fer til hliðar .. “semsagt úr stefnu hjólsins” gerist bara í beygjum þá missir hjólið grip að aftan og nær svo gripi aftur og þá réttir það sig við mjög snögglega og kastar ökumanninu af hjólinu ..
Ég hef nú eitthvað leikið mér í MotoGP í playstation 2… fannst einhvern veginn skemmtilegast að reyna að klessa á eins marga aðra og ég gat (sakleysið uppmálað) :P
En jú, MotoGP er fín keppni. Persónulega hef ég þó meira gaman af formúlunni, en misjafn er smekkur manna, MotoGP keppnin er mjög vinsæl og það er góð og gild ástæða fyrir því ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..