Þarft að þrífann, mattann, grunna og svo mála :=)
Byrjar með 900-1200 blautum og þurrum sandpappír, eþgar að þú ert að taka glæra lakkið af ætti vatnið að vera mjólkurhvítt og verður svo að þeim lit sem að er undir þegar að glæra lakkið er farið.
Lætur þetta þorna og þrífur öll óhreinindi o.s.f. af og grunnar, lætur það þorna, ef að þú ert að grunna plast gæti það brugðist við grunninum og farið að vera með einhver læti, þá er best að grunna lítið, pússa yfir með 1200 pappír og grunna svo aftur lítið og fylla þannig uppí þau holrúm sem að myndast.
Ef að þú villt gera þetta ógeðslega kaupirðu þér spreybrúsa og 600 sandpappír, pússar yfir það sem að þú villt spreyja og spreyjar svo.