Mig langar til að vita afhverju mður sér aldrei neina umfjöllun um evrópumeistarakeppnina í rallícrossi. Ég fór á þannig keppni úti í Hollandi í bæ sem heitir Walkensvard. Ímindið ykkur 6 wrc rallý bílar í einu en þarna má taka öll innsigli í burtu bæði úr túrbínu og öllu hinu draslinu sem ekki má gera í heimsmeistara keppnini í ralli. En þarna þurfa bílarnir ekki að vera í sama looki og fjöldaframleiddu götu bílarnir. Það er t.d. 2 opel östrur og 2 saabar. Þar myndast miklu meiri spenna en í Íslensku rallycrossi og ekki líkir bílar. Síðan í Walkensvard geturðu keypt miða þannig að þú kemst inní pit og getur hitt stórstjörnunar. Ég eyddi t.d. hálftíma inni hjá einni stórstjörnunni. En ég mæli með þessu ef þig langar til að sjá alvöru keppni.
Þessi mynd sem er hér við hliðina á er af einni svona rallýcrossinu í walkensvard.