Kvartmílan
Ég verð að lýsa furðu minni á öllu í kringum kvartmíluna.ég fór á keppni um daginn,eftir að hafa horft á eina spyrnu kom rigning og allt fór í rugl fólki var sagt að bíða því það tæki ekki nema hálftíma þar til allt færi af stað aftur en þetta var bið uppá tvo klukkutíma þarna voru menn að þurrka brautina með tuskum og fáránlegt að horfa uppá.allt vegna peninga skorts og þess vegna enginn peningur fyrir tækjum til að bregðast við svona uppákomum.Fyrir utan malarveginn að brautinni sem er alveg fáránlegur með það í huga að þarna kemur mikið af sportbílum og hjólum.það þarf að koma því í hausinn á ríkinu að styrkja mótorsport á Íslandi svo hægt sé að byggja almennilega aðstöðu og brautir sem hægt er að nota fyrir ökukennslu líka.Vona að einhverjir séu sammála mér svo eitthvað sé hægt að gera svo við getum farið að fylgjast með þessu sporti af einhverju viti.