Um seinustu helgi fór ég í fjórhjólaferðalag með föður mínum og vini mínum. Við stefndum á Indriðastaði í Skorradal, rétt um 10 km frá Borgarnesi og 50 mín akstur frá Reykjavík. Þar er fjórhjólalegan Safari-hjól. Þar fengum við að hylla augun á tveggja manna 500cc Bombardier Traxter Max fjórhjólum. Þessi margverðlaunuðu hjól eru sérhönnuð fyrir fjallaferðir og eru mjög stöðug og örugg. Hjólin eru með drif á öllum hjólum svo og sjálfskipt. Þar var mér einnig sagt að hjólin eru einungis fyrir einstaklinga, 17 ára og eldri sem hafa gilt ökuskírteini. Væntanlega var ég vonsvikinn, en skemmti mér þó konunglega aftan á hjólinu hjá pabba. Við fórum upp í einhverja brekku eða fjall og fundum þar ýmsar ár og vötn til að fíflast í.
Ég hvet alla til að prófa a.m.k. einu sinni, jafnvel þótt þeir séu of ungir og þurfa að sitja aftan á.
Frekari upplýsingar eru á www.safaris.is
p.s. ef ég hef gleymt einhverju eða þið viljið vita eitthvað, endilega spyrjið og segið álit ykkar á greininni (fyrsta greinin mín)
Takk, Kristján