Þessi grein er líka áskorun á admina Huga.is!
Mér finnst að snjósleðaáhugamálið á fróninu vera alltof stórt til að sleppa því út hér!! :P Eruði ekki sammála?
En ég ætla aðeins að fjalla um gamla fákinn minn (hobbýið)!!
Ég er með einn Ski-Doo Skandic 83" model. Veit að þetta er gamalt. Hann er orginal gulur með orginal belti og öllu, lítið keyrður. Mætti halda að hann væri 5-10 ára. Hann er 400-500 cc og ég veit ekki hvað hann er í hp. Ég festi kaup á þessum frábæra sleða um páska í fyrra og keyrði hann soldið, þó ekki mikið þar sem fóru kubbar í kúpplingu og hafði ég ekki tíma til að skipta fyrr en snjórinn var farinn. Núna stendur til að sprauta sleðann dökkbláann, búa til chopper stýri (sá þannig á harley davidson sleða), nýtt límiðakit, neonljó undir rifflurnar á húddinu og undir húddið þar sem maður hefur fæturna, kaupa nýtt belti og skrúfa það gamla, seja litað plast yfir ljósið og jafnvel fikta eitthvað við vélina. Það stendur til að selja sleðann yfir páskana og fá sér stærri sleða fyrir næsta vetur. Ég hef enga hugmynd um hvernig sleða ég ætla að fá mér, er samt heitur fyrir Polaris Indy 450 ca 95 og gera hann þá sona skemmtilega fallegann. Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndi endilega mailið mér og svo vonast ég til að verða kominn með digital cameru áður en ég byrja á þessu svo að ég geti sent inn mynd.
Ég vona að þið commentið !Ekkert skítkast! og endilega segja ef þið viljið fá vélsleða áhugamál og þá set ég nafn ykkar á undirskriftalista sem ég mun senda admin mótorsport á huga og líka vefstjóra! THX fyrir að lesa!