Núna um helgina sá ég tvo mótorhjólamenn keyra Sæbrautina á ótrúlega
mikilli ferð á um 150 myndi ég giska á. Þeir tóku fram úr mér og stoppuðu síðan á
rauðu ljósi fyrir framan mig.
Síðan kom lögreglubíll akandi aftan að mér og stoppaði fyrir aftan mótorhjólin og
kveikti á bláu ljósunum (örugglega búnir að taka niður númerin á hjólunum). Þá gáfu
mótorhjólamennirnir í botn og fóru yfir á rauðu ljósi og keyrðu á örugglega 200 km
hraða í burtu með löggubílinn á eftir sér.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé eitthvað svona!
Er þetta einhver hugmynd hjá hópi af móturhjólamönnum að þeir þurfi ekki að fylgja
landslögum eins og annað fólk, þeir valda alveg jafn mikilli hættu fyrir aðra með því að
aka á þriðja hundraði hérna í bænum okkar.
Síðan eru mótorhjólamenn hissa á að tryggingar á mótorhjólum skuli vera háar.
Maður sér mjög oft mótorhjól á gríðarlegum hraða hérna innan bæjar…það þyrfti nú
eitthvað að gera í þessu að mínu mati t.d.
-Hækka tryggingar margfalt hjá þeim sem verða uppvísir að svona hegðun.
-Setja hraðatakmarkara í þessi racer hjól.
-Eða setja einhverskonar ökurita í hjólin.
-Eða bara ef þetta lið er alltaf að stinga af og númerið næst á hjólinu bara að ekki verði
hægt að tryggja hjólið framar.
Ég veit að þetta er örugglega bara afmarkaður hópur af mönnum sem haga sér svona
en það er alveg ljóst að þeir gefa hjólamönnum slæma ímynd