Ég lofaði að láta einhvern vita hvort það væri leyfilegt að hjóla í fjörunni í Sandvík eða ekki og hér kemur niðurstaðan eftir stutt spjall við Lögregluna á Suðurnesjunum.
Óskráð mótorhjól og fjórhjól mega ekki hjóla í fjörunni né á svæðinu í kring.
Eigendur götuskráðra torfæruhjóla (enduro hjóla) mega strangt til tekið hjóla í fjörunni ef fullt leyfi eiganda fjörunnar og svæðisins er gefið. (Ekki verra að hafa það skriflegt til að geta sýnt lögreglumönnum sem um það spyrja) Ef ekkert er leyfið, þá má ekki hjóla.
Þá er bara að hafa uppi á eigandanum og spjalla við hann :)
kv. Aiwa