Hér eru félagarnir, Jorge Lorenzo (MotoGP meistari 2010) og Casey Stoner nýkrýndur meistari, að nýta brautina sem og dekkjabreiddina. Lorenzo keppir fyrir Yamaha Factory Racing Team á Yamaha YZF-M1 en Stoner fyrir Honda Racing Corporation.
Stoner flengdi alla á þessu tímabili og var þetta í rauninni farið að snúast um önnur sæti en fyrsta. Svolítið eins og þegar Schumi var upp á sitt besta í F1. Vona að næsta tímabil verði aðeins jafnara en verið er að setja fram reglugerðir um að takmarka tækni (þróun) í MotoGP og mun það færa þetta nær götuhjólum (stock) sem eru í boði fyrir almenning.
Reynum svo að koma þessu áhugamáli eitthvað í gang!