Það hringir auðvitað viðvörunarbjöllum að merkið er ekki eitt af þessum þekktu, Yamaha, Suzuki, Honda eða álíka.
Ég hef verið að leita mikið eftir þessu á netinu, og eiginlega það eina sem maður finnur eru umboð fyrir hjólin, nýsölur og varahlutir í Afríku, Ástralíu, Bretlandi o.s.frv.
Ég held að þetta sé ekki drasl, þetta kemur eins og ég segi með fjórgengismótor (sem mér skilst að sé settur í hjólið með leyfi Honda), og vönduðum bremsubúnaði.
Það er eflaust hægt að eyðileggja þetta á þrem mánuðum eða svo, en ég hyggst láta þetta endast í svona 10 ár, með því að þrífa hjólið vel upp eftir hverja notkun.
Hér eru vísanir á vefsíður:
Fyrst síða m. specifications:
http://www.activetoys.co.uk/ishop/955/shopscr1228.htmlog svo síða um þetta sport í Bretlandi. Hjólin sem sýnd eru á þeirri síðu virðast ekki vera frá “þekktum framleiðendum”, heldur einhverjum “nýjum” s.s. Monster ?
http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.mymxsite.co.uk/images/GO4D0677-edit-wt-100.jpg&imgrefurl=http://www.mymxsite.co.uk/pages/links.htm&h=67&w=100&sz=7&tbnid=NSxVZfvJd5TvFM:&tbnh=51&tbnw=77&hl=is&start=248&prev=/images%3Fq%3Dthumpstar%26start%3D240%26svnum%3D10%26hl%3Dis%26lr%3Dlang_is%26rls%3DGGLR,GGLR:2006-11,GGLR:en%26sa%3DNAð lokum: Þessi hjól ganga undir nafninu “Pit bike” á ensku, sem ég vil skilja sem leikhjól, sem keyra má á viðgerðarsvæði í alvöru keppni ?
En allavega, þetta var fyrst hannað sem leikhjól, og er það, en nú er farið að keppa á þessu í bretlandi, þannig að þetta er svolítið eins og go-cart, lítil útgáfa, allir geta verið með