Sæl öll.

Það er nú ekki mikið um að vera á þessum þræði hjá ykkur, eru allir úti að hjóla ;) ?

Allavega, ég er að selja fjölskyldubílinn (BMW M5) þar sem ég þarf stærra húsnæði. Ég verð að fá útrás einhversstaðar og er því að leita mér að mótorhjóli (má ekki vera of dýrt. 200-400 þúsund) í staðinn. Ef einhver hér veit um gott hjól handa mér, eða vill skipta þá látið vita.

Það sem ég er helst að leita mér að er hjól með 600 cc eða stærra og ég er að leita að “beru” hjóli. Ekki endilega hippa þó ég sé alveg til í þá líka, og ekki endilega racerþó ég sé til í þau líka. Ég er að leita að götuhjóli sem fellur þarna á milli, t.d. eins og Yamaha V-max.

Ég væri til í að kaupa það fyrir veturinn þar sem ég hef ekkert á móti því að stúdera það í vetur.

Þau hjól sem mig langar mest í eru Triumph eða BMW (það væri fínt) en það er lítið af þannig hjólum til hér.

Einnig eru allar ráðleggingar vel þegnar. Eitt mikilvægt, ég vil skemmtilegt hjól, ekki of þungt og mér er skítsama þó það bili dálítið. Það þarf samt að líta vel út því ég nenni ekki að fara í útlitsviðgerðir, set rispur og slíkt ekkert fyrir mig eða brotin stefnuljós, en ég vil ekki hjól sem hafa skrensað á miklubrautinni eða eitthvað álíka.

Takk, takk.
Bebecar
<img src="http://www.heimsnet.is/bm/bmw_hugi.jpg"