Þú hefur einungis réttindi á skellinöðru þegar þú ert með bílpróf. Þú getur tekið próf á hjól sem er 34 hö (en oftast miðað við 125cc held ég) og undir þegar þú ert 17, síðan geturðu tekið tekið próf á hjól með ótakmarkaða vélarstærð 19 ára EF þú hefur tveggja ára reynslu af minni hjólunum ef þú hefur enga reynlsu af hjóli 125cc eða 34 hö og minna geturðu ekki tekið próf á hjól með ótakmarkaða vélarstærð fyrr en þú ert orðinn 21 árs.
Ég held að þessi lög séu orðin gömul og þarfnast endurskoðunar! því allt bendir til að þegar þessi lög voru sett voru 250 hjól ekkert svo mikil í hestöflum en síðustu ár hafa þau rokið upp. Nýjasta KX 125 ið og RM 125 ið eru bæði um 87 kg og eru 40 HÖ!!