rauð numer...
hvar ma keyra ef maður er með rauð numer..?
Eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur, frekar en hér greinir.
Sá sem þarf að aka yfir veg, sem ekki er einkavegur, má aka eftir veginum skemmstu leið sem hentug er. Sama er ef aðstæður utan vegar gera það nauðsynlegt að aka eftir veginum.
Ökumaður torfærutækis skal nema staðar áður en ekið er inn á veg. Vegfarandi á veginum skal hafa forgang.
Eigi má flytja farþega á torfærutæki, sem er á hjólum, eða á ökutæki sem tengt er við torfærutæki þegar ekið er á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi þar sem umferð er almenn.
Á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi, þar sem umferð er almenn, má eigi aka torfærutæki hraðar en 40 km á klst.
Ákvæði 1., 4. og 5. mgr. gilda eigi um akstur í þágu öryggis- eða heilsugæslu.