Það er auðvitað hægt að svara þessari pælingu þinni á marga vegu. Mér finnst athyglisvert að menn eru að nefna stimplaskipti; en viðhald á stimplum á aðallega við um tvígengishjól. Þó getur verið að fjórgengiskrosshjól gangi nærri stimplum en endurohjól, þannig að kannski eiga þessar ráðleggingar við.
Sjálfur á ég Yamaha WR endurohjól. Yamaha er traust merki, það verður ekki af því tekið. Á móti gætu sumir sagt Yammann vera gamlann hjassa, of þungan og gamaldags. Sem getur vel verið. Spurningin er aðallega hvað hentar þér.
Ég myndi segja líkt og annar bendir á hér að ofan að Japönsku merkin séu örugg, já og KTM. - Það eina sem ég veit um TM hjólin er að það er gaman að versla hjá þeim í JHM, þeir vita hvað þeir eru að gera.
Ég vil benda þér á að reyna að kaupa hjól sem er auðvelt í endursölu. Þú þarf einfaldlega að eignast þitt fyrsta hjól, til að átta þig á því hvernig hjól þig langar í, í raun og veru. - Því þá fyrst hefuru einhverja smá reynslu og samanburð, með því að prófa hjá félögunum. - Þannig að það er óvíst að þú eigir fyrsta hjólið lengi - þá getur verið gott að eiga söluvænlegt hjól. (Svipað og að gott er að fyrsti bíll sé t.d. Toyota Corolla - hann er seljanlegur).
Gangi þér vel að hjóla.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.