Þú getur t.d. bleytt tusku í smá bensíni og strokið innan út boxinu.
Bensín gufar upp (ágætt að vera ekki að reykja mikið rétt á meðan) - þannig að það verður ekki eftir þarna.
Ath. einnig, að þó eitthvað af því færi inn á blöndunginn, þá er blöndungurinn hvort eð er til þess að blanda saman lofti og bensíni. Kemur því ekki að sök. (Farðu samt ekki að hella bensíni þarna ofaní).
- Aðalmálið er að fá ekki drullu inn á blöndung. Ef það gerist, þá er vissara að skrúfa allan blönduginn í sundur og blása í spíssa. - Ef þú gerir það þarftu að vera 100% á því að týna engu :) - já og helst bara taka mynd við hvert skref svo þú getir nú raðað honum rétt saman aftur.
Góðar stundir.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.