Nú þekki ég ekki hámarkshraða Pit bike hjólsins míns, en mig langar að benda þér á að það er hámarkshraðinn sem menn eru að sækjast eftir í torfæruhjólum.
Ef þú ert að leita að einhverju sem kemst hratt, þá ertu líklega best geymdur á götuhjóli, þá kemstu örugglega yfir 200 km/klst, en pitbike líkt og mitt 110 CC 7,5 hestafla Honda-SS “look-a-like” kemst sennilega í 60. Einnig; pitbike eru kínversk. Þau eru leikhjól, semsagt ekki hjól sem eru hönnuð til að halda í botni í hálftíma í einu (sbr. sögu sem ég heyrði af einum sem ætlaði að keyra sitt á malbiki í botni um 50 km leið. Hann komst c.a. 25 km, þá var allt fast).
Þetta er nú frekar sundurlaust hjá mér, ég veit. En allavega, ef þú vilt fá þér ódýrt hjól sem gaman er að byrja á, og ef þú hefur t.d. aðgang að sveitabæ til að hjóla á, þá getur pit bike verið mjög skemmtilegt. Sérstaklega ef einhver sem þú munt hjóla með verður einnig á pitbike. Maður skildi aldrei blanda þessu tvennu saman, pitbike-hjóla-glensi og stærri hjólum, því þetta á ekki samleið, það er svo mismunandi hraðasvið / geta í þessum hjólum. - Athugaðu þó að ég vil ekki hrauna yfir pitbike, það er alveg meiriháttar action að keyra þetta dót, m.a. vegna þess að dekkin eru svo lítil, þá verður hraðatilfinningin miklu meiri en annars.
Spáðu aðeins í þetta, hvernig þú ætlar að nota hjólið og svona. Ef þú ert eitthvað að spá í að hjóla í krossbraut, þá er pit bike ekki rétta hjólið. Það er svona meira til að keyra um við sumarbústaðinn.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.