Ok, getur keypt olíuhreinsi eða terpentínu á N1, byrjar á að þrífa loftsíuna með olíuhreinsinum eða terpentínunni,
þegar að þú ert búinn að því þá þrífuru loftsíuna með volgu sápuvatni, og að lokum skolaru loftsíuna með volgu vatni.
Kreistir síðan mest allt vatnið úr loftsíunni(bara eins miklu og þú nærð) en alls ekki vinda hana, þú getur rifið hana þannig, síðan leyfiru henni síðan að þorna alveg.
Ég hef alltaf gert þetta, og þetta tekur ekki langan tíma, bara best að gera þetta daginn áður en að þú ferð að hjóla(eða nokkrum klst.) svo að hún verði pottþétt þurr.
Og síðan má náttúrulega ekki gleyma að spreyja hana með loftsíuolíu, leyfir olíunni að þorna smá á loftsíunni áður en að þú setur hana í hjólið(svo allt leki ekki útum allt í loftsíuboxinu)