Fín hugmynd hjá þér, en líkt og aðrir hér benda á þá er óþarfi að setja upp eitthvað “sér” um ástand brauta.
Ástæður:
1) Það er nánast ekkert að gerast á þessum vef. Síðasta greinin á áhugamálinu “mótorhjól” er frá árinu 2008 (góðæris-fylleríinu). - Semsagt, ef allt floddast (flæðir) um í fréttum að færð í brautum, þá mun það ekki yfirfylla neitt, því það er ekkert að yfirfylla.
2) Því miður hefur þessi mótorhjólavefur Huga þróast dapurlega. Það er of mikið af fúkyrðum hér; því miður er ég hræddur um að þeir sem hafi alvöru-áhuga á hjólum stærri en 11 matskeiða sprengirými leyti á vefi s.s. enduro.blog.is eða hardenduro.tk (sem er sóphistikeraður fram í fingurgóma), nú eða valdi270.tk sem er grófari, en góður samt.
Sem ég segi, og hef suðað um. Það veður uppi dónaskapur á Huga, og fólk nennir ekki að vera hérna. - Nema nokkrir rugludallar eins og við.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.