Bíddu ha, síðan hvenar hefur það ekki verið gott að kaupa keppnishjól? Ég veit ekki betur en það að flest öll keppnishjól eru stillt “pörfekt” og mjög gott viðhald á þeim. Það eina sem að ég sé athugavert við það að kaupa keppnishjól er að það sé notað meira en “venjulegur” krossari.
Ps. Ég er á gömlu keppnishjóli(ég keppi reyndar sjálfur líka en það skiptir ekki öllu), sem að hefur meira að segja hampað einum meistaratitli. Og veistu hvað, það er í topp standi:O
maður getur líka keift hjól sem er búið að nauðga í braut 365 daga ársins en samt ekki keppnishjól má þá kaupa það? eða eithvað hjól sem einhver sveitalubbi á og er búið að vera að smala kindum á alla daga og hefur ekki feingið rassgat viðhald má þá kaupa það?
Og hvað ertu þungur, soldið mikill munur á að vera á bilinu 50-60 kg á 85u, og að vera 70-85+ kg á 85u. Ef að þú ert í þyngri kantinum, mæli ég með 150 fjórgengis eða 125 tvígengis.
þú ert frekar stór sko, ég myndi mæla með 125u! 85a er of lítil á þig, seigi þetta af reynslu, átt 85u og sá dáldið eftir að hafa ekki keypt 125u því ég varð of stór á hana svo fljótt.
Ég er sammála mæli með 125tví eða 250fjórgengis ef að þú vilt það frekar. Kannaðu kosti og galla tví og fjórgengis. Það getur enginn sagt þér hvort þú átt að kaupa.
T.d Tvígengis krefst mun meira viðhalds. og ef að þú hefur enga reynslu á viðgerðum og viðhaldi mæli ég með fjórgengis. mér persónulega finnst fjórgengis muuun skemmtilegra en þetta er bara þitt að velja. Skoðaðu þetta almennilega :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..