Mér sýnist nokkir hafa svarað þér skynsamlega, þrátt fyrir augljósan hroka annarra sem svöruðu þér í skætingi.
Til að bæta aðeins við svör annarra:
Ef þú ert með Pit bike, líkt og Thumpstar, þá er frígírinn neðst, gírun er semsagt
fjórði
þriðji
annar
fyrsti
frígír (neðst)
Þetta getur líka átt við um vespur sem hafa gíra.
Að lokum, svo það sé alveg á hreinu, þá er gírstöngin fót-pedall vinstra megin á hjólinu, og kúplingin er einnig handfang vinstra megin (í 99% tilfella). Afturbremsan er síðan pedall hægra megin.
- Á hverju ertu að hjóla?
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.