Fremri kúturinn (stór belgkútur) á tvígengisvél er hugsaður sem nauðsynlegur hluti af mótornum, til að hann vinni rétt þarf rétt mótstaða að vera í honum og hún fæst með þessum kút. Einhverntíman átti ég gamla Hondu MT þar sem þessum kút hafði verið sleppt - krafturinn jókst til muna við að setja kútinn aftur í hjólið.
Athugaðu að bruninn í tvígengismótor er mun ófullkomnari en í fjórgengismótor - þessvegna er kúturinn mikilvægur í tvígengishjóli.
Aðrir (aftari) kútar eru ekki mikilvægir, dempa aðeins hljóð (og þá líka kraft). Persónulega vill ég þó hafa hjólið mitt sem lágværast.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.