Sko ég er á 85u í Þykkvabæjarfjörunni
Og þegar ég var búinn að keyra í svona 15 mín. þá alltíeinu drap hjólið á sér ég hélt ég væri búinn að bræða úr því það voru svo margir sem sögðu að ég mundi bræða úr í Þykkvabænum en svo virtist ekki því ég náði því í gang stuttu seinna og það gekk eins og það væri nýtt
Svo var ég búinn að keyra í svona hálftíma og var nýbúinn að skipta upp í 4 gír og var allveg að fara koma yfir á hán snúning og þá alltí einu drepur hjólið á sér og pabbi brunar og nær í nýtt kerti en það var ekki það sem var að.
Við náðum hjólinu ekki í gang þrátt fyrir margar tilraunir
Svo við urðum að fara heim aftur (eða niðrí sumarbústað) og á leiðinni þá var pabbi eitthvað að hringja í fullt af gaurum sem hann þekkir og nokkur verkstæði og niðurstaðan var sú að stimpillinn er hugsanlega farinn, ég var búinn að kíkja á loftsíuna hún var hrein og ég var búinn að gera allt klárt fyrir þennan túr sem átti að vera magnaður:(
Getiði komið með hugmyndir hvað gæti verið að ? datt í hug að blöndungurinn gæti verið stíflaður en veit samt ekki hvað haldi þið
BTW. hjólið var ekki bensínlaust !!
Afsaka allar villur:S