Þar sem það var ekki planið að taka þetta og ég bjóst ekki við að þurfa að læra neitt af þessu dóti fyrr en eftir tæpt ár, þá er ég ekkert í alltof góðum málum. Auk þess hef ég í rauninni ekki farið í ökuskóla 1 og ekki verið hjá ökukennara í þessum tilgangi. S.s. ég veit EKKERT hvað á að gerast á morgun og hvað ég þarf að kunna. Til að toppa það þá þekki ég engan með próf á skellinöðru, bara mótorhjóla og bílpróf.
Svo ef þið vilduð vera svo væn og rifja upp ykkar próf eða deila ykkar vitneskju. Þá bæði úr hverju bóklega prófið er, þeas. hvort það sé það nákvæmlega sama og fyrir bílprófið, og svo líka hvað á að gera í verklega prófinu.
Ég kann alveg á þetta og keyri þetta, en bara til hagnýtra nota. Kann umferðareglurnar, halda mér undir hámarkshraða og það týpíska, en þarf maður t.d. að gera e-ð nauðhemlunardót? Já, og þarf maður að fara í munnlegt próf eins og með bílprófið?
Bara verið svo yndisleg og hjálpið mér aðeins við að undirbúa mig fyrir morgundaginn, þó ég hafi ekki mikla trú á því að hann muni ganga upp :).
Bætt við 12. júní 2008 - 23:20
Jáh, mikil hjálp í ykkur ;).
=)