Akkúrat,það er nottla líka ef þú ert að kaupa t.d Suzuki,Kawasaki og eitthvað af þessum merkja hjólum þá ertu að borga ákveðið bara fyrir það að hjólið þitt er Suzuki eða Kawasaki.
Ég spurði þá einmitt þegar ég keypti mitt hjá Mótor og Sport ,hvernig stæði á því að þau væru svona ódýr hjólin. Þessi hjól eru svo ný inná markaðnum að þeir geta ekki farið að rukka þessi fullu verð,annars myndi ekkert seljast,fólk myndi bara segja já,ég get farið annars staðar og keypt Hondu hjól á svipaðann pening.
Bætt við 15. maí 2008 - 21:36
Persónulega finnst mér þessi hjól hafa fengið á sig slæman orðróm fyrir það eitt að vera kínversk.
Tökum sem dæmi Harley Davidson hjól.Ótrúlega flott Amerísk hjól en með svaðalega bilanatíðni.Samt er fólk ekki að setja út á þessi hjól?Er það afþví þau eru ekki frá Kína og þau heita Harley Davidson?