Það var lítið um hálku og frost þangað til í miðjum desember, svo ég var nokkurnveginn nonstop á því þangað til þá.
Svo henti ég því inní bílskur, passaði mig að dæla smá bensíni inná blöndunginn svo það færi ekki að ryðga neitt, og geymdi það.
Svo núna, bara rétt áðan þá ætla ég að checka hvort fákurinn sé ekki í lagi.
Sting lyklinum í, sný og - ekkert -
Skjárinn lýstist ekki upp, og bara, ekki neitt gerðist.
Svo ég tók sætið af, prófaði að taka tölvuna úr sambandi og eitthvað, en NEI ekkert virkaði.
Þá prófaði ég að kicka því af stað, og eftir svona 4-5 kick þá fer það af stað en þá logar svona mynd af vél, sem á að tilkynna að vélin sé biluð, og það blikkar bara á skjánum “turn off motard” eða eikkað…
ég heyrði ekkert skrítið hljóð í vélinni þegar ég gaf aðeins inn, þannig ég var bara að pæla hvað væri að :/
Einhver með hints eða eikkað?
Takk takk :)
-Gummi
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir