Þetta er pæling.
Áttu að kaupa þér kínverskt - óþekkt merki á 275 þúsund.
Persónulega finnst mér þetta of mikill peningur. Mér finnst allt í lagi að fara í Nítró og kaupa sér pit-bike (terra moto), þú færð nýtt þannig hjól núna á 160 þús (voru að hækka úr 130 þús), nú eða bara notað Thumstar, þú fengir það á svona 75 þúsund. - Það er búið að selja þessi hjól hér á landi í hundraða tali og ég tel mann fá mikið fyrir peninginn (ég þekki til Thumstar 2006 árgerðar).
- En þarna ertu ap spá í að eyða 275 þús í hjól sem er stærra en pit-bike-in. Ég myndi ekki gera það sjálfur. Stærri hjól þurfa auðvitað að vera miklu sterkar smíðuð, það segir sig sjálft, þau þurfa að höndla meira en þessi 10 pit-bike hestöfl.
Mín ráðlegging: - Kauptu þér eitt af þessum klassísku merkjum t.d. Yamaha, Honda, Kawasaki, KTM. - Best væri auðvitað að safna aðeins meiri pening og kaupa betra hjól fyrir meiri pening, en ef þú átt ekki meira og vilt hjól strax, bjóddu þá bara 275 í einhver hjól og þú munt finna hjól, það er mikið til af dóti í landinu :)
Amen.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.