Ég og vinir mínir höfum góða reynslu af Thumpstar og getum mælt með þeim.
Nokkrir hlutir sem þú ættir að velta fyrir þér
1) Thumpstar hjólin sem flutt voru inn eru 110 CC fjórgengis. Þau eru varla nema 7,5 hestöfl
2) Terramothjólin eru 125 CC fjórgengis, um 10 hestöfl. Þau virðast líka aðeins stærri / enda eru þau endurbætt hönnun á sama hjólinu, þ.e. framleiðandinn hætti að kalla þau Thumpstar, og nefndi þau TerraMoto árið 2007 þar sem hann átti ekki einkaleyfi á Thump nafninu.
- Út frá þessu myndi ég halda að það sé OK að borga aðeins meira fyrir Terra Moto en Thumpstar, þ.e. það er “meira hjól”.
3) Ég sá að einhver var að benda þér á að kaupa 85 CC small wheel hjól. Það er auðvitað geggjað fín maskína, þá er verið að tala um japanskt hjól, mikinn kraft og léttleika en: - Þá þarftu vænanlega að borga svo sem eins og fyrir 2-3 pitbike, (þú gætir fengið nánast ónotað Thumpstar á 75 þús, ég veit t.d. um eitt þannig til sölu)
4) Leggstu undir feld og spáðu í þetta. Best er ef þú getur fengið að prufa pitbike og áttað þig á því hvort þú vilt eiga slíkt. - Auðvitað hlýtur líka að skipta máli hvernig hjól vinir þínir eiga. Ég er 34 ára gamall og er að fíflast á svona ThumpStar hjólum með vinum mínum sem eru á svipuðum aldri (allir á eins hjólum) og það hefur verið mega-skemmtilegt (n.b. einn þeirra er um 2 metrar á hæð). - En það er ekki þar með sagt að það virki fyrir þig.
P.s. það fittar svo sem ekki inn á þennan kork, en ég verð að bæta því við að nú er ég að fá nýtt leikfang á morgun, þ.e. Gas Gas 300 Txt trial hjól. … Það verður skrítið að prófa það eftir 2 ár á thumpstar :)
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.