Arctic Cat
Já Þetta er Amerískt merki með japanskan suzuki mótor. En ég get ekki sagt að þetta séu æðisleg gæði allavegana væri búið að drulla vel yfir þetta merki ef það væri frá kína.
Ég átti sleða frá þeim sem var brotajárn frá upphafi til enda ég var örugglega búinn að kaupa 3 svona sleða þegar upp var staðið í varahluti.
Stimplarnir fóru á 1000 mílu fresti og þegar hann var kominn í 3000 mílur fór sveifarásin. Dempararnir voru allir gallaðir og frusu fastir þegar það kom mikið frost.Háspennukeflið gaf upp öndina og stuttu seinna fór stór spóla í rafkerfinu. Strekkjarinn í drifinu brotnaði og tók húsið í leiðini já og svo þurfti að sjóða búkkan saman 1 sinni. Sem betur fer var sleðinn í ábyrgð með sumt af þessu.
Ekki er hægt að kenna slæmri meðferð um þetta því ég var 15 ára þegar ég átti hann hann stóð aldrei úti og var aldrei í slæmri meðferð eða neinum stökkum.