Þú veist væntanlega að mótorinn er tvískiptur sem þíðir það að það er sér hólf fyrir olíuna sem smyr mótorinn og hitt hólfið smyr gírkassa og kúplingu. aftöppunar skrúfa fyrir mótorolíu er undir mótornum en aftöppunarskrúfa fyrir gírkassa er staðsett fyrir neðan gírskiptistöng og er á hlið mótorsins. (mundu að halla hjólinu til að ná allri olíunni úr. Personulega set ég síðan sitthvora olíuna á mótorinn (set uniflo sem fæst hjá n1 á gírkassan og síðan olíu sem maður fær í umboðinu á mótorinn). Það fara síðan 0.69 lítrar á mótor (tappin með hvarðanum) ef þú skiptir um olíusíu líka annars er það aðeins 0.66 L. og síðan 0.60 lítrar á gírkassa.
TRALLALLA… RABBABBARARÚNA…