Í dag var ég að hjóla með nokkrum góðum fellum, og það byrjar að snjóa, í fyrsta skipti í vetur.
Svo snjóar og snjóar meira og því fylgir auðvitað að það kemur hálka.
Við allir á eðlilegum sumardekkjum (með kubbum, enginn á sléttum dekkjum)
Svo erum við búnir að missa okkur doldið í því að slide-a, og keyrum inní bænum, svo erum við að fara að taka beygju, og þá auðvitað rennur afturdekkið out of control hjá mér og ég fkn dett.
Slasast ekkert, en stýrið beyglast eikkað smávegis, þannig að ég þarf að láta rétta það af fyrir mig.
EN núna er málið auðvitað að fá sér einhver nagladekk…
Þannig að mig langaði bara að spurja nokkurra spurninga :
Er þetta eitthvert vit?
Hvað kosta þau?
Munar miklu að hjóla?
og já… hvar get ég fengið?
Ég á Yamaha DT50R 2007.
Takktakk :D
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir