Ég er á 250 enduro sem er ársgamalt og það er frábært hjól. Vantar ekki afl né neitt annað. Fín fjöðrun en mætti vera aðeins líkari KTM fjöðrun.
Bróðir minn á ársgamal 450 endruo sem hann er mjög ánægðu með. Hef fengið aðeins að taka í það er mjög skemmtilegt hjól. Kraftmikið og kallar ekki allt ömmu sína. Skemmtileg gírun á báðum þessum hjólum sem ég var að nefna.
Frændi minn var að fá sér 450 krosshjól frá Husquarna. Það er ársgamalt, ágætlega með farið, en mun lággíraðara eins og gefur að skilja. Hann er sáttur með hjólið, en ég hef ekki fengið að taka í það.
Þekki tvo menn ágætlega, hjólafélagar, sem eiga sitthvort 2007 árgerð af 450 enduro. Mjög skemmtilega hjól nema hvað euro3 er algjört drasl! Má ekki koma vatnsdropi eða óhreinindi á það. Það er tiltölulega dýrt að skipta um þetta en þeir ætla samt báðir að gera það.
Ég myndi frekar mæla með 2006 hjólunum frekar en 2007 aðallega vegna euro3 dótsins. Hugsa að þeir verði búnir að laga það mikið í næstu kynslóð af Husquarna.
Aiwa