Ég er að spá í að kaupa mér hjól sem er bæði ágætt að byrja á, þótt ég hafi ágætis reynslu á svona hjólum þá hef ég ekki átt hjól, og eitthvað sem ég get keppt á þegar maður er kominn með tök á þetta.
Er að spá í KTM exc 200, 2gengis hjól, rétt undir 100 kg. ég sjálfur er 70kg. Ég fór og prófaði svoleiðis hjól og fannst þetta auðvitað mikill munur á því og 4gengis. Frekar erfitt að stjórna því miðað við hjól sem ég prófaði sem er 200cc kínahjól 4gegnis.
Hvað segiði, á ég að kaupa nýtt hjól, þetta hjól, eitthvað annað, finnst mjög groddalegt að keyra þessi 2gegnis hjól en maður venst þvi eflaust. Og eitthvað hjól sem ég gæti farið með í keppni þá og stokkið hæð mína án þess að keyra demparana gegnum hjólið.
Þetta hjól, ktm exc 200 er samt akkúrat aflið sem ég myndi vilja, leist alveg hrikalega vel á þetta hjól, spurning með endinguna á stimpli, hvort maður vill frekar þessa smooth keyrslu sem er í 4gegnis hjólum og hvort það sé eitthvað almennt verra eða betra í þessu, einhver álit??