Jæja ég hef verið hérna útí Kanada í 2 mánuði að skoða hjól til þess að flytja heim til Íslands.
Ég fór í eina bestu búðinna í borginni sem ég er í Calgary, Alberta (Fylkið).
Búðin hét Bowcycle Motors og eru þar bestu fagmennirnir sem gefa þér bestu tilboðin.
Svo ég labbaði þarna inn og bað um að skoða tilboð á tveimur Hondum CRF250R 2007 árg. Craig Ferrel sem ég talaði við sagði alltí lagi og sýndi mér bók með fullt af hjólum og benti mér á Hondu 2007 á 6.999$ CAD Dollara sem eru í kringum 450.000 ísl. Svo sýndi hann mér Kawasaki KX250F á 5.999 Dollara og svo tók hann fram þessi hjól og sýndi kosti og galla.
Hann sagði:
“I'd take a Kawasaki bike over any other”.
Ég sem er nýr í þessu trúði því því hann sagði að Hondan væri með 2 olíu tanka, eina fyrir gírskiptinu og svo eina fyrir vélina. En á Kawasaki er bara einn tankur sem sparar pening á olíu kaupum.
Einnig togar Kawasaki vélin meira en Hondan og er meira “Smooth” í keyrslu og gírskiptinu.
Þeir sem eru að kaupa sér Hondu fyrir mikinn pening eru bara að kaupa Hondu því þeir hafa svo mikið “Reputation” Í þessum hjólum en samt eru til betri hjól.
þannig ég vildi bara fá álit hjá ykkur hugurum. Hvað finnst ykkur ?