Greinilega nokkrir sem hafa ekki alveg svörin á hreinu hérna :)
4-gengis vespurnar eru að fara hátt upp í 80 án innsiglis og með breytingum sem gerðar eru án þess að breyta slagrýminu á nokkurn hátt. En 4-gengis vélarnar á þessum vespum eru bara ekki að virka nógu vel sem sjálfskiptar því það þarf góða snúninga til að fá góða hröðun á þessar vélar. Að mínu mati þá eru 4-gengis vélarnar bestar sem beinskiptar.
2-gengis vespurnar eru að fara sömuleiðis hátt upp í 80 innsiglis lausar með nokkrum breitingum án þess að breyta slagrýminu. En hröðunin er betri en á 4-gengis vegna þess að þær geta tekið nefnilega þá snúninga sem variomatic kerfið þarf. EN þegar það er komið að réttum breytingum á 2-gengis eins og 75ccm kit, 24-28mm blöndung,kraftpúst, gíringu, variomatic,kúplingu,CDI o.fl þá er hægt að ná hámarkshraða hátt upp í 125km/t eða meira (hef prufað það :)
En þegar það kemur að því að meta hvort 2-gengis er “kraftmeiri” en 4-gengis þá er það vitlaust því að 4-gengis vélin er að skila meira nm-togi og þjöppu en 2-gengis, en vegna þess að 2-gengis er snúnings-viljugari getur hún skilað meira í HP.
Ég tjúnaði 4-gengis vespu frænda minns upp í 70ccm og gerði nokkrar fleiri breytingar og hún er að fara upp í 88 km/t með góðu togi alla leið upp sem er bara nokkuð góður hraði. En það vantar hreinlega meira dót á markaðinn til að geta tjúnað hana meira. Það er hægt að kaupa mikið meira á 2-gengis.
+ og - 4-gengis :
+ mjög endingarmikil vél
+ lág bensínseyðsla (46-48 km per lítra)
+ ódýrir varahlutir
- flókin vél
- vantar “tune” á markaðinn
- til of mikið af vespum sem eru illa settar saman
og hafa gefið 4-gengis vespuni lélegt orðstír (kína-drasl) sem dæmi xin-ling
+ og - 2-gengis:
+ snúningsviljug
+ til nóg af “tune” dóti á markaðinum
+ lítil bensíneyðsla með innspýtingu (DiTech)
+ góð hröðun og hámarkshraði “tjúnuð”
+ býður upp á vatnskælingu
- lítill endingartími meðað við 4-gengis
- dýrir varahlutir
- venjulegir slithlutir (reim,kúpling,rollers,vario) endast styttra en í 4-gengis vegna hærra RPM
þetta er allavega mín skoðun og reynsla á vespum og vélunum þeirra. Hef “aðeins” átt 40-45 vespur og skellinöðrur yfir síðustu 12 árin, þannig að ég tel mig hafa rétt í einhverju af þessu :P
En ef ykkur vantar hjálp eða “tune-kits” þá hafiði bara samband.
[.Oldies.]Bandit