Þann 30. júní næstkomandi verður haldin Road-Race æfing í Hellnahverfi í Hafnarfirði. Svæðið er ofan við iðnaðarhverfið á móti álverinu í Straumsvík.

Brautin er um 2 km að lengd á nýju malbiki.

Æfingin hefst kl. 11:00, mæting þátttakenda er kl. 10:00 og stendur æfingin yfir til kl. 18:00.

Þátttökukröfur eru:
• Hjól þarf að hafa fulla skoðun.
• Fullgilt bifhjólapróf.
• Vandaður leðurgalli, hanskar, stígvél og skór.
• Viðurkenndur hjálmur. Málaðir hjálmar eða skemmdir eru með öllu bannaðir.
• Aðild að Road-Race deild AÍH eða öðru aðildarfélagi MSÍ.

Þátttökugjald er kr. 4.000,- Aðeins skráðir meðlimir í RR-AÍH eða öðrum aðildarfélögum MSÍ hafa þátttökurétt. Til að skrá sig í RR-AÍH er hægt að senda póst á netfangið stjorn@road-race.net með eftirfarandi upplýsingum:
• Nafn
• Kennitala
• Heimilisfang
• Póstnúmer
• Staður
• Sími
• Netfang

Skráning á æfinguna sjálfa fer einungis fram á vef MSÍ www.msisport.is. Þar geta þeir sem eru nú þegar meðlimir í aðildarfélagi MSÍ skráð sig. Ef einhver lendir í vandræðum með að skráningu vef MSÍ er hægt að lesa leiðbeiningar hér:

Smellið hér til að skrá ykkur.
http://www.felix.is/

Skráningu lýkur kl 23:59 þann 29.06.07.

Við viljum beina því til allra að svæðið er EKKI opið til æfinga utan þessa tíma og biðjum ykkur að vera ekki að “æfa” ykkur þarna.
________________________________________
Leiðbeiningar vegna nýskráningar
Þeir notendur sem nú þegar hafa aðgang að Felix kerfi ÍSÍ geta notað sama notendanafn og lykilorð á MSÍ vefnum. Þeir félagsmenn sem skráðir eru í Felix en hafa ekki aðgang geta virkjað aðgang sinn inni á www.felix.is.

Eftir u.þ.b. 20 mínútur eftir skráninguna á Felix er hægt að nota nýja aðganginn hér til að skrá sig í mót.

Felix er félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Þar getur þú séð skráningarsögu þína í félögum, æfingadagatal, skuldastöðu o.fl. Ef vandamál við innskráningu koma upp hafið þá vinsamlegast samband við postur@msisport.is
________________________________________
Leiðbeiningar vegna mótaskráningu
Fyrst er að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði sem viðkomandi hefur í Felix kerfi ÍSÍ. Sjá nánar leiðbeiningar vegna nýskráningar.
Þar næst er farið á vef www.msisport.is
Eftir innskráningu þar þá er flipinn mótaskrá valinn og smellt á blýantinn lengst til hægri í mótalínunni.


Dagskrá Road-Race æfingar 30.06.07
• 5 hjól í hverjum hóp (háð breytingum)
• Skipt er í hópa eftir tegund og stærð hjóls
• Hvert run er 10 mín. og er 5 mín. hlé á milli run

Kl. 10.00 – 10.55 Opnun svæðis
• Skráning / ökuskírteini athugað.
• Skoðun á fatnaði, útbúnaði og hjóli
Kl. 10.40 – 10.55 Brautarskoðun
Kl. 11.00 – 11.10 1. run
Kl. 11.15 – 11.25 2. run
Kl. 11.30 – 11.40 3. run
Kl. 11.45 – 11.55 4. run
Kl. 12.00 – 12.10 5. run
Kl. 12.15 – 12.25 6. run
Kl. 12.30 – 12.40 7. run
Kl. 12.45 – 12.55 8. run
Kl. 13.00 – 14.00 Hádegismatur
Kl. 14.00 – 14.10 9. run
Kl. 14.15 – 14.25 10. run
Kl. 14.30 – 14.40 11. run
Kl. 14.45 – 14.55 12. run
Kl. 15.00 – 15.10 13. run
Kl. 15.15 – 15.25 14. run
Kl. 15.30 – 15.40 15. run
Kl. 15.45 – 15.55 16. run
Kl. 16.00 – 16.10 17. run
Kl. 16.15 – 16.25 18. run
Kl. 16.30 – 16.40 19. run
Kl. 16.45 – 16.55 20. run
Kl. 17.00 – 17.10 21. run
Kl. 17.15 – 17.25 22. run
Kl. 17.30 – 17.40 23. run
Kl. 17.45 – 17.55 24. run