Ég hef verið að velta því fyrir mér hvaða bifhjól sem er með hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg, s.s. Vélaraflið er þá 25kW. hvað er það mörg cc???
ktm 450 hjól fer víst ekki yfir 25 kw þegar þau eru götuskráð. Þá meina ég enduro/supermoto hjólin og ekki heldur Huseberg, Husqvarna, Suzuki hjólin líka 550cc.
25kW eru held ég 34-36 hestöfl þannig ef þú ert ekki kominn með prófið á stóru hjólin þá þýðir ekki að vera að leita sér af hjóli með slatta af hestöflum :)
Lítið eða Létt bifhjól eru skellinöðrur það eru (M) réttindi. Ef þú ert á milli 17 og 20 ára aldurs og tekur Bifhjóla próf þá færðu réttindi á hjól sem eru 25kW og undir og það kallast (A) réttindi en ef þú ert 21 árs eða eldri færðu á stóru hjólin sem eru (AA) réttindin. En ef þú tekur prófið undir þessum aldri færðu sjálkrafa prófið á stóruhjólin(AA) eftir 2 ár semsagt t.d. þú tekur það 17 ára og þá færðu prófið á stóru hjólin þegar þú ert orðinn 19 ára. Og ef þú ert að spá í Enduro hjóli þá geturu keypt þér þessvegna 450cc hjól þú færð réttindi á það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..