ef þú ert serious um að fá þér krossara og langar að leika þér í drullu og sandi og stökkva um á skemmtilegu hjóli, þá mæli ég sterklega gegn því að þú fáir þér shineray.
Ástæðan er ekki því að shineray bilar og er svo mikið drasl, heldur er það hún að þegar þú kaupir kawasaki, hondu, suzuki eða jafnvel husaberg þá ertu ekki að kaupa eitthvað sem bilar ekki minna, heldur eitthvað sem verkfræðilega virkar betur. Öll fjöðrunin, stýrishallinn, vélastillingar og þar fram eftir götonum er allt verkfræðilega hannað með geggjaðri nákvæmni. Þess vegna kosta þau meira.
Ég mæli með að þú bíðir rólegur, safnir aðeins meiri pening, og kaupir þér notað yamaha hjól eða eitthvað því líkt.
Bætt við 28. maí 2007 - 15:25
úps…
“þá ertu ekki að kaupa eitthvað sem bilar ekki minna”
á að vera “þá ertu ekki að kaupa eitthvað sem bilar minna”