Já margt þarf að hafa í huga þegar kaupa skal notað hjól. Hér ætla ég að skrifa um það hvað á að checka á þegar maður er að kaupa notað ;)

Plöst: Ef að þú ert að skoða mótorhjól og hjólið er með rispuð plöst þá er það bara ein staðreynd að þú getur ekki átt mótorhjól með enga rispu á, það er bara þannig.
Svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af smá rispuðum plöstum, nema náttúrulega að plöstin séu virkilega illa farinn eða jafnvel brotin, þá skaltu athuga málið !


Tannhjól: Þú getur skoðað tannhjólið með því að chécka á tönnunum á tannhjólinu, hvort að þær séu farnar að beyglast eða eyðast og annað, einnig er ekki gott að hafa ryðguð tannhjól.


Keðjan: Mikið álag er á keðjunni alltaf þegar maður keyrir svo að miklar líkur eru á að skipta þurfi um keðju, skipta þarf um hana þegar hún er orðin ryðguð, og svo bara þegar hún er orðin gömul.


Púströr: Þar sem ég hef aðeins keypt 2 gengis hjól notað þá veit ég aðeins hvað á að checka á þar. Þar á að checka með beyglur á pústinu því að ef að púströr hefur beyglu þá skal reyna að lækka verðið og gera við beygluna strax því ef beyglan er stór þá getur krafturinn lækkað um 15%.




Demparar: PAKKDÓSIN !
Ef að olía situr eftir á demparanum eftir að þú ert búin að ýta þeim niður þá er pakkdósin orðin léleg eða ónýt !



Mótor: Þú skalt alltaf spyrja um Stimpilin því hann skiptir miklu máli, Ef þú ert á 2 gengis hjóli þá er venjulegur tími á milli skiptinga ca 30-50 tímar, en 60-80 tímar á 4 gengis.



Bremsur: Það þarf oft að skipta um bremsuklossa á mótorhjólum, einnig bremsupúða.
Hægt er að sjá hvort þarf að skipta um bremsuklossa með því að athuga hvort púðarnir á klossunum eru eyddir upp og jarnið í bremsuklossunum er byrjað að snerta bremsudiskinn sjálfann.




Loftsía: MIKILVÆGT!
Maður þarf að fylgjast vel með Loftsíunni og maður á alltaf að athuga með því að líta á hana og ef hún er virkilega drullug og ógeðsleg þá þarf að skipta um eða allavega þrífa hana og ef að það versta gerist þá hefur skíturinn náð til blöndungsins og byrja að skemma út frá sér.




Legur: Gott er að líta á legurnar, þ.e.a.s. bæði framaná og aftaná, maður gerir það með því að rugga hjólinu fram og aftur frekar fast og ef það kemur slag þá þarf að skipta um legurnar….Aldrei skal bíða með að skipta um legur




Vona að þið getið notað þetta….



Tekið af www.nitro.is
I