Þetta er ekkert einhver ein skrúfa sem þú snýrð bara og ferð hraðar :P þetta er flóknara. Þú verður að kaupa hluti í hjólið til að tjúna það. Nema náttlega að taka innsiglin úr, það gæti verið í pústinu eða blöndungnum. Prufaðu að taka allan hljóðkútinn af og gáðu hvort það sé eitthvað kraftmeira, ef svo er þá er innsigli í pústinu. Svo er kannski lítið stykki eins og skinna í blöndungnum. En til að fá sýnilegan kraft, þá verðuru að kaupa þér 70-80cc kitt, stærri blöndung, kraftsíu, stærra púst, og svona kraft box. Og svo verðuru að breyta tannhjóla gíruninni, þar sem að hjólið snýst ekkert meira með öll þessi upgrade, en hinsvegar togar það meira, þannig að þú getur farið hraðar en samt haft sömu uppspyrnu.