Sælir félagar
Ég á í smá vandræðum með hjól sem ég var að kaupa. (Yamaha GPz 600)
Þannig er mál með vexti að gengjurnar fyrir boltann sem heldur gírskiptipedalanum á hjólinu eru ónýtar, það er að segja alveg horfnar.
Ég var að velta fyrir mér hvort það dygði að bora þetta bara aðeins út, snitta í þetta gengjur, skrúfa gengjubolta í gatið og skrúfa svo orginal boltann aftur í (ég vill helst hafa þetta þannig) eða er betra fyrir mig að bora þetta feitt mikið út, finna mér stálró og rafsjóða hana í gatið?
Eru menn að lenda í vandræðum með gírskipti-boltann og hvað gera menn þá í því?