Kristján bróðr Gylfa slapp vel eftir að hafa yfirstokkið rampinn í sólbrekku. þetta atvik kennir mönnum kannski að ekki gera neitt sem þeir eru ekki í formi til að gera, Kristján er flottur og efnilegur hjólari með reynslu, en rampurinn leynir á sér, hann er ekki sá fyrsti sem hefur farið í sjúkrabíl frá honum.
Minni menn á að sumarið er rétt að byrja og ekki fara sér að voða, ég hef verið með fullt fangið að gefa mönnum tilsögn um að slaka á og finna rithman sinn áður enn snúið verður vel uppá skaptið og rörað útí loftið.
því miður er Kristjan einn af þeim sem varð of fljótur á sér.
Batakveður joikef.
Ég vil líka biðja fólk fyrirgefningar fyrir hönd Honda Racing á þeim látum sem skapaðist eftir að sjúkrabíllinn fór !! þetta er alls ekki sú ýmind sem Honda Racing vil vera þekkt fyrir !, spurning hvort sumir ættu ekki að grafa djúpt ofan í sálar tetrið á sér og endurraða nokkrum hlutum og telja svo upp á tíu þegar skapið hleypur með þá í gönur !.
p.s. Ef Jóikef hefði ekki verið þarna til að reyna hægja á mönnum og gefa þeim tilsökn, þá hefði fleiri en einn sjúkrabíll komið !.
Annað ! Menn hjóla alfarið með eigin vilja, það er enginn að neyða menn í að gera nokkurn skapaðan hlut sem þeir vilja ekki !. Stundum er samnt betra að sleppa þeim stóra á meðan þú ert ekki 100% viss um að þú sért að gera rétta hlutinn og ræður við það sem þú ætlar að gera.
Annars vil ég þakka Jóa fyrir frábæra tilsögn sem hann hefur gefið mér í gegnum mánuðina ! hann veit hvað hann tautar !.
Mom says: Alcohol is your enemy