Ég veit það ekki, ég er enn að bíða eftir henni. Er próflaus á götunum sem stendur *Angeleyes*
En annars er ökuskólinn í Mjóddinni víst alveg mjög góður. Ég hef tekið bílprófið og meiraprófið þar og alltaf verið sáttur. Bræður mínir tóku mótorhjólið þar og voru mjög sáttir. Þar er kennslunni allaveganna háttað þannig að kennarinn þaggaði strax niður í þeim sem hafa sýniþörf og þurfa alltaf að sanna sig fyrir öðrum, en hjá þeim á driver.is virðast þau fífl (alltaf nóg af þeim í öllum hópum) mega njóta sín eins vel og þau geta.